Lúxushótelið tekur á móti fyrstu gestunum

Nýja lúxushótelinu er ætlað að setja ný viðmið í gæðum …
Nýja lúxushótelinu er ætlað að setja ný viðmið í gæðum í hótelgistingu á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lúxushótelið við Hörpu, The Reykjavík Edition, tók á móti fyrstu gestunum í fyrradag. Edition-hótelin eru rekin í samstarfi við hótelrisann Marriott.

Ninna Hafliðadóttir, markaðs- og upplýsingafulltrúi hótelsins, segir 106 af 253 herbergjum hafa verið tekin í notkun í fyrsta áfanga. Þessi herbergi séu á 2. og 3. hæð hússins. Síðar verði tekin í notkun herbergi á 4., 5. og 6. hæð hótelsins. Þá hafi veitingahús á jarðhæð hótelsins verið tekið í notkun. Hins vegar eigi eftir að taka næturklúbb og aðra þjónustu í notkun.

Ekki leyfi fyrir myndatöku

Hvorki var veitt heimild til að skoða nýja hótelið að innan né heldur var ljósmyndara heimilað að taka myndir.

Ástæðan er sú, að sögn Ninnu, að eigendur hótelsins vilja velja rétta tímann til að bjóða fjölmiðla velkomna og þá með leiðsögn í næstu viku. Þá í því skyni að umfjöllunin muni endurspegla sem best upplifun hótelgesta. baldura@mbl.is

Móttakan. Gengið inn að móttökunni sem er við inngarð, milli …
Móttakan. Gengið inn að móttökunni sem er við inngarð, milli hótelsins og Austurhafnar. mbl.is/Baldur
Drög að setustofu á nýja hótelinu við Hörpu. Þarverður meðal …
Drög að setustofu á nýja hótelinu við Hörpu. Þarverður meðal annars veitingahús og næturklúbbur í kjallara. Teikning/Onemileatatime.com
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert