„Málið er í fullri rannsókn“

Húsið við Álfaskeið þar sem eldsvoðinn varð í nótt.
Húsið við Álfaskeið þar sem eldsvoðinn varð í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bruninn sem varð í fjölbýlishúsi við Álfaskeið í Hafnarfirði í nótt þegar kona á sjötugsaldri lést er til rannsóknar bæði hjá rannsóknar- og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Málið er í fullri rannsókn,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Rannsókn stendur yfir á eldsupptökum en ekkert er vitað um þau að svo stöddu.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Hari

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru engir aðrir íbúar fjölbýlishússins fluttir á slysadeild vegna eldsvoðans. Reykur kom í íbúðir þeirra en hann var minniháttar. 

Íbúarnir fengu aðstoð frá Rauða krossinum við gistingu og áfallahjálp. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, segir að yfirlýsing verði send síðar í dag um starf Rauða krossins á vettvangi í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert