Talar um tilhæfulausan hræðsluáróður

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess að stjórnvöld aflétti takmörkunum hérlendis vegna kórónuveirunnar.

Í færslu á Facebook segir hún jarðhræringar, inflúensu og RS-vírus aldrei hafa verið málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi fólks og talar um tilhæfulausan hræðsluáróður. Hún vísar í viðtal við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni á RÚV sem segir hugsanlegt að RS-veira og inflúensa setji strik í reikninginn við afléttingar á takmörkunum.

„Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ skrifar hún og bætir við að atvinnurekendur um alla Reykjavíkurborg berjist í bökkum „vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum“.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert