Tvær fjölskyldur fengu aðstoð eftir brunann

Viðbragðshópur Rauða krossins var á vettvangi.
Viðbragðshópur Rauða krossins var á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Viðbragðshópur Rauði krossins aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu vegna eldsvoðans sem varð í Hafnarfirði í nótt.

Fram kemur í tilkynningu að hópurinn hafi veitt sálrænan stuðning á vettvangi og vottar Rauði krossinn aðstandendum konunnar sem lést innilegrar samúðar.

„Með stuðningi Mannvina Rauða krossins veitir viðbragshópur Rauða krossins þolendum húsbruna, hópslysa og fjölda annarra alvarlegra atburða á hverju ári, sálrænan stuðning, tryggir að grunnþarfir séu veittar, svo sem fæði, klæði og húsaskjól,” segir í tilkynningunni.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við mbl.is fyrr í morgun að bruninn væri til rann­sókn­ar bæði hjá rann­sókn­ar- og tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðins. Ekkert lá fyrir um eldsupptök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert