Vefmyndavélin getur verið villandi

Eldgosið í Geldingadölum var mikið sjónarspil en engin virkni hefur …
Eldgosið í Geldingadölum var mikið sjónarspil en engin virkni hefur greinst í tæpan mánuð núna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eft­ir fjóra daga verður mánuður liðinn frá því að vís­inda­menn urðu síðast var­ir við virkni í eld­gos­inu Geld­inga­döl­um en það hef­ur legið í dvala síðan 18. sept­em­ber, að sögn Salóme Jór­unn­ar Bern­h­arðsdótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.

Salóme seg­ir eng­in merki um að hraun sé að koma upp úr gígn­um eða hafi komið upp úr gígn­um síðan þá. Þrátt fyr­ir það eru þó ein­hverj­ir sem telja sig hafa séð merki um virkni á vef­mynda­vél al­manna­varna en þar hef­ur glóð stund­um sést í hraun­breiðunni á nótt­unni.

„Það er eig­in­lega tvennt sem veld­ur. Það get­ur verið að það sé glóð und­ir þó að það sé ekki renn­andi hraun. Í öðru lagi þá er mynda­vél­in sem al­manna­varn­ir settu upp, sem horf­ir í átt að breiðunni sem fer niður í Nátt­haga, of­ur­næm fyr­ir glóð. 

Við höf­um séð eins og öll breiðan sé bara gló­andi og svo hafa menn frá vett­vangs­stjórn og björg­un­ar­sveit­um farið á svæðið og það sést ekk­ert með ber­um aug­um, þótt mynda­vél­in sýni það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka