Vefmyndavélin getur verið villandi

Eldgosið í Geldingadölum var mikið sjónarspil en engin virkni hefur …
Eldgosið í Geldingadölum var mikið sjónarspil en engin virkni hefur greinst í tæpan mánuð núna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir fjóra daga verður mánuður liðinn frá því að vísindamenn urðu síðast varir við virkni í eldgosinu Geldingadölum en það hefur legið í dvala síðan 18. september, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Salóme segir engin merki um að hraun sé að koma upp úr gígnum eða hafi komið upp úr gígnum síðan þá. Þrátt fyrir það eru þó einhverjir sem telja sig hafa séð merki um virkni á vefmyndavél almannavarna en þar hefur glóð stundum sést í hraunbreiðunni á nóttunni.

„Það er eiginlega tvennt sem veldur. Það getur verið að það sé glóð undir þó að það sé ekki rennandi hraun. Í öðru lagi þá er myndavélin sem almannavarnir settu upp, sem horfir í átt að breiðunni sem fer niður í Nátthaga, ofurnæm fyrir glóð. 

Við höfum séð eins og öll breiðan sé bara glóandi og svo hafa menn frá vettvangsstjórn og björgunarsveitum farið á svæðið og það sést ekkert með berum augum, þótt myndavélin sýni það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka