Hlutu Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, forstöðukona …
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, Guðný Sigríður Ólafsdóttir fyrir hönd Dalvíkurskóla, Ásdís Arnalds f.h. Kvennaskólans í Reykjavík, Ingibjörg Jóhannsdóttir f.h. Landakotsskóla, Linda María Þorsteinsdóttir frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og Jón Svanur Jóhannsson, verkefnastjóri skólahluta Erasmus+. Ljósmynd/Aðsend

Evr­ópu­verðlaun­in fyr­ir ný­sköp­un í kennslu, The Europe­an Innovati­ve Teaching Aw­ard, voru af­hent í fyrsta sinn á Íslandi í dag við hátíðlega at­höfn á Kjar­vals­stöðum. Dal­vík­ur­skóli og Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar hlutu verðlaun­in að þessu sinni, en þau eru á veg­um Era­smus+, mennta- og æsku­lýðsáætl­un­ar ESB. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Era­smus+.

Fyr­ir­hugað er að verðlaun­in verði fram­veg­is veitt ár­lega í öll­um 33 þátt­töku­lönd­um áætl­un­ar­inn­ar. Hver landskrif­stofa get­ur veitt allt að fjór­um verk­efn­um viður­kenn­ingu á hverju ári, einu í hverj­um eft­ir­tal­inna skóla­hluta; leik­skóla, grunn­skóla, fram­halds­skóla og starfs­mennta­skóla.

Verðlaun­un­um er ætlað að kynna og koma á fram­færi nýj­um og framúrsk­ar­andi kennslu­hátt­um, bæði hér inn­an­lands og í öðrum Evr­ópu­ríkj­um, viður­kenna starf kenn­ara og skóla sem tekið hafa þátt í evr­ópsk­um sam­starfs­verk­efn­um á und­an­förn­um árum og bæði heiðra og fagna af­rek­um þeirra ein­stak­linga sem hafa staðið sig ein­stak­lega vel við að inn­leiða nýbreytni í kennslu.

Veittu 104 verk­efn­um viður­kenn­ingu

Á þessu fyrsta ári verðlaun­anna hafa þær 37 landskrif­stof­ur sem starfa inn­an áætl­un­ar­inn­ar ákveðið að veita viður­kenn­ingu alls 104 verk­efn­um sem þótt hafa skarað fram úr með ein­hverj­um hætti.

Landskrif­stofa Era­smus+ á Íslandi hef­ur ákveðið að veita verðlaun­in til tveggja verk­efna.

Í grunn­skóla­hlut­an­um hlýt­ur Dal­vík­ur­skóli verðlaun­in fyr­ir verk­efnið EAR­LY: Educati­on Advancements through Ro­botics Labs for Youth og í fram­halds­skóla­hlut­an­um hlýt­ur Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar verðlaun­in fyr­ir verk­efnið Stu­dent Voices: re­vital­ising the school system.

Bættu þekk­ingu kenn­ara á notk­un ró­bóta

Verk­efni Dal­vík­ur­skóla var sam­starfs­verk­efni skóla og fræðslu­stofn­ana frá fimm lönd­um; Íslandi, Eistlandi, Finn­landi, Ítal­íu og Póllandi.

Mark­mið verk­efn­is­ins var að bæta þekk­ingu kenn­ara á notk­un ró­bóta í kennslu og þá aðallega í kóðun, stærðfræði og í öðrum vís­inda­grein­um. Til að ná því mark­miði leituðust þátt­tak­end­ur við að rann­saka og greina þann tækja­búnað og kennslu­efni sem þá var fyr­ir hendi, búa til kennslu­mynd­bönd og setja upp sviðsmynd­ir í kennslu og deila síðan þekk­ingu sinni og upp­götv­un­um á vefsíðu sem er opin al­menn­ingi.

Að mati Landskrif­stofu er verk­efni Dal­vík­ur­skóla vel heppnað dæmi um það hvernig greina megi og miðla nýj­um kennslu­hátt­um út á við og þannig gera starf kenn­ara og skóla enn sýni­legra, öðrum til hags­bóta.

Nýj­ar leiðir í nálg­un og kennslu raun­greina

Verk­efni Skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar var sam­starfs­verk­efni grunn- og fram­halds­skóla frá þrem­ur lönd­um; Dan­mörku, Finn­landi og svo tveggja skóla frá Íslandi, Kvenna­skól­ans í Reykja­vík og Landa­kots­skóla og einnig tók þjón­ustumiðstöð Vest­ur­bæj­ar, Miðborg­ar og Hlíða virk­an þátt í verk­efn­inu.

Verk­efnið miðaði að því að finna nýj­ar leiðir í nálg­un og kennslu raun­greina með því að koma á opnu sam­tali milli kenn­ara og nem­enda og gefa nem­end­um þannig rödd í eig­in námi. Er hér um að ræða ferska og ný­stár­lega nálg­un í kennslu­hátt­um með það að mark­miði að þróa nýj­ar náms- og kennsluaðferðir sem henta nýrri kyn­slóð nem­enda.

Að mati landskrif­stofu er þetta verk­efni vel heppnað dæmi um það hvernig kenn­ar­ar geti til­einkað sér nýj­ar aðferðir og nem­end­ur tekið virk­ari þátt í námi sínu og þannig tekið enn meiri ábyrgð á því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert