Vill fríverslunarsamning við Ísland

Ráðstefnan Arctic circle var sett í Hörpu í dag.
Ráðstefnan Arctic circle var sett í Hörpu í dag. mbl.is/Gunnlaugur

Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska í Bandaríkjaþingi, segir ástæðu til að brýna fyrir ríkisstjórn Joe Biden forseta mikilvægi fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Ísland sem lið í breyttri Norðurslóðastefnu. Þetta sagði hún á fundi Arctic Circle í Hörpu í dag. Þá sagði hún jafnframt að vakin hafi verið athygli Biden stjórnarinnar á þessu.

Murkowski sagði áhuga Bandaríkjanna á Norðurslóðum hafa vaxið mikið á undanförnum árum og að það muni halda áfram að þróast í þá átt á komandi árum. „Áhugi bandaríkjanna á norðurslóðum hefur breyst algerlega frá því að við hófum þessa vegferð,“ sagði hún og vísaði til upphaf Arctic Circle ráðstefnunnar, en Murkowski hefur sótt hana frá upphafi.

Lisa Murkowski.
Lisa Murkowski. AFP

„Flestir áttuðu sig ekki á að Bandaríkin sé norðurslóðaríki  og á það við embættismenn, stjórnmálamenn og almenning,“ sagði Murkowksi sem útskýrði að sú staða væri nú breytt. Það sjáist í auknum fjárfestingum í ísbrjótum, innviðum og rannsóknum.

Fréttin var uppfærð 14:04

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert