62 smit innanlands og meirihlutinn óbólusettur

Röðin við Suðurlandsbraut fyrr á árinu.
Röðin við Suðurlandsbraut fyrr á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greind­ust 62 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær. Af þeim sem smituðust var meirihluti óbólusettur, eða 35. Bólusettir voru 27.

Af þessum 62 voru 42 þegar í sóttkví við sýnatöku.

Ekki hafa fleiri smit greinst á einum degi frá því í lok ágúst.

Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 

Tvö smit greindust virk á landamærum, auk eins eldra smits. Eitt sýni bíður mótefnamælingar.

Fjórir liggja inni á sjúkra­húsi með sjúk­dóm­inn. Einn þeirra er á gjör­gæslu.

499 manns eru í ein­angr­un vegna smits og 1.499 til viðbót­ar í sótt­kví.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert