Bíða sérfræðigagna vegna andláts í Sundhöllinni

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn á andláti sem varð í Sundhöll Reykjavíkur í janúar lauk fyrir nokkru og er nú til afgreiðslu hjá ákæranda á ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt svari lögreglunnar við fyrirspurn mbl.is er enn beðið sérfræðigagna í málinu.

Maður­inn sem lést í Sund­höll­inni hét Guðni Pét­ur Guðna­son og var 31 árs. Hann starfaði í geðþjón­ustu og var með geðfötluðum skjól­stæðingi sín­um í laug­inni, eins og hann var jafn­an dag­lega.

Allir sem komu að málinu voru yfirheyrðir, auk þess sem farið var yfir myndefni úr öryggismyndavélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert