Hafþór Hreiðarsson
skrifar frá Húsavík
Eurovisionsýning var opnuð á barnum Ja ja ding dong á Húsavík í dag með pompi og prakt. Barinn dregur nafn sitt af samnefndu lagi sem sló í gegn í Eurovision-myndinni góðu á streymisveitunni Netflix, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Örlygur Hnefill Örlygsson, athafnamaður og hóteleigandi á Húsavík stendur fyrir sýningunni.
Við opnunina söng Gréta Salóme, söngkona og Eurovisionfari, Húsavíkurlagið úr kvikmyndinni ásamt stúlknakórnum sem söng svo eftirminnilega með söngkonunni Molly í vor.
Helstu Eurovision áhugamenn landsins voru á staðnum á borð við Felix Bergsson og Rúnar Gíslason.