Jarðvinna hafin við nýtt skýli Gæslunnar

Jarðvinna er nú hafin við nýtt flugskýli fyrir Landhelgisgæslu Íslands, en ráðgert er að það verði tilbúið um mitt næsta ár. Á nýja skýlið að vera 2.822 fermetrar að stærð.

Áætlað er að jarðvinnan muni taka um átta vikur, og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúinn fyrir nýbygginguna.

Mun flugskýlið tengjast gamla flugskýlinu, en þar verður einnig að finna skrifstofur flugdeildar Gæslunnar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert