Skúa, Dýrlaug, Zíon og Ármúla

mbl.is/Ásdís

Mannanafnanefnd samþykkti mörg ný mannanöfn þann 12. október og ákvað að þau yrðu færð á mannanafnaskrá. Nokkrum beiðnum um ný eiginnöfn og millinöfn var hafnað.

Ný nöfn sem voru samþykkt voru kvenkynsnöfnin Skúa, Rosemarie, Dýrlaug, Kateri, Elika, Annarósa, Emi og Manley.

Af karlkynsnöfnum var eiginnafnið Hunter samþykkt og einnig nöfnin Varði, Úrsúley, Ói, Kristan, Elliott, Kristóbert, Zíon, Arne og Kalli.

Þá var beiðni um millinafnið Ármúla var samþykkt.

Beiðni um eiginnafnið Hel (kvk.) var hins vegar hafnað og sömuleiðis beiðni um millinöfnin Thunderbird og Street.

Þá ákvað mannanafnanefnd að eiginnafnið Villiljós, sem er kynhlutlaust, skyldi tekið af mannanafnaskrá. Hins vegar var beiðni um millinafnið Villiljós samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert