Tvöfalt fleiri ofbeldismál

Skýrslutökum fjölgaði mjög.
Skýrslutökum fjölgaði mjög. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skýrslutökur fyrir dómi vegna kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum sem fram fara í Barnahúsi voru nær tvöfalt fleiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þær voru 133 frá janúar til september í ár en voru 73 á sama tímabili í fyrra og 61 á árinu 2019.

Þetta kemur fram í tölum Barnaverndarstofu um þjónustu í Barnahúsi. Skýrslutökum vegna líkamlegs og heimilisofbeldis hefur einnig fjölgað mikið að undanförnu.

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 voru skýrslutökur vegna kynferðislegs ofbeldis fleiri en allt árið 2018 og allt árið 2019 og nánast jafnmargar og í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert