Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú úr gögnum sem voru sótt á vettvangi brunans sem varð í íbúð fjölbýlishúss við Álfaskeið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Niðurstaða liggur ekki fyrir um eldsupptök.
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Störfum á vettvangi er lokið.
Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Krufning hefur ekki farið fram og því er dánarorsök hennar ekki ljós, að sögn Gríms. Rannsóknar- og tæknideild lögreglunnar heldur áfram að rannsaka málið.
Engir aðrir íbúar fjölbýlishússins fluttir á slysadeild vegna eldsvoðans. Reykur kom í íbúðir þeirra en hann var minniháttar.
Viðbragðshópur Rauði krossins aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu vegna eldsvoðans.