Eldgosið í Geldingadölum er fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Steinþórssonar prófessors á Vísindavefnum.
Gosið hófst 19. mars og hefur því staðið yfir í 185 daga en tæplega mánuður er síðan kvikustreymi var frá gígnum. Eldgosið hefur legið í dvala síðan 18. september.
Í svari Sigurðar segir að Kröflueldar hafi metið yfir lengsta eldgosið á þessari og síðustu öld en það stóð yfir frá 1975-1984, alls í 3.180 daga.
Eldgosið í Geldingadölum er langt frá því að vera ofarlega hvað varðar rúmmál gosefna og hvað varðar meðalafl gossins er það einnig neðarlega á listanum.
Öflugustu gosin á listanum eru annars vegar flæðigosin miklu, Skaftáreldar 1783-84 og Holuhraun 2014-15 og hins vegar sprengigosin í Heklu 1980, 1991 og 2000.