Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum í Lottó útdrætti kvöldsins. Hver þeirra fær um 125 þúsund krónur í vinning.
Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og því verður potturinn þrefaldur næsta laugardag.
Lottó-potturinn nálgast nú 35 milljónir.
Enginn var með fyrsta vinning í Jóker en níu voru með annan vinning og fær hver þeirra greitt 100 þúsund krónur fyrir það.