Grænt ljós á bálstofu í Garðabæ

Ný bálstofa Trés lífsins mun rísa í Rjúpnadal.
Ný bálstofa Trés lífsins mun rísa í Rjúpnadal.

Útlit er fyrir að bálstofa verði brátt reist í Rjúpnadal í Garðabæ því sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofunnar. Reist verður bálstofa og minningagarður norðan við Vífilsstaðavatn.

Í tilkynningu frá Tré lífsins kemur fram að nú sé hægt að halda áfram með verkefnið sem unnið hafi verið að síðustu sex ár og hefja formlega fjármögnun þess.

Aðstaða Trés lífsins í Rjúpnadal verður um 1.500 fermetrar að stærð og mun hýsa athafnarými, kyrrðarrými og kveðjurými auk bálstofunnar. Í minningagarðinum verður hægt að gróðursetja ösku ásamt trjám sem vaxa munu upp til minningar um ástvini sem fallnir eru frá.

Þetta verður önnur bálstofan sem reist er hér á landi en fyrir er bálstofa við Fossvogskirkju sem hefur verið starfrækt í 73 ár.

Í kynningu á heimasíðu þess kemur fram að Tré lífsins sé óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og muni vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun. Forsvarsmaður félagsins er Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka