Íslenskir neytendur síður en svo lélegir

Auður Alfa Ólafsdóttir og Breki Karlsson.
Auður Alfa Ólafsdóttir og Breki Karlsson. Samsett mynd

Traust íslenskra neytenda til eftirlitsaðila í neytendamálum er á pari við það sem gerist annars staðar í Evrópu, að því er fram kemur í árlegri könnun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í grein Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, og Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra Verðlagseftirlits ASÍ, í Morgunblaðinu í dag.

Traust til Neytendasamtakanna árið 2020 var það mesta í Evrópu. 80% neytenda bera traust til Neytendasamtakanna og hefur traustið vaxið um 14 prósentustig frá árinu 2018. Að meðaltali bera 66% svarenda í Evrópu traust til neytendasamtaka.

Benda þau á að síðasta árið hafa 17% neytenda á Íslandi lent í vandræðum með keypta vöru eða þjónustu og gripið til aðgerða til að leysa þau. Aðeins 3% íslenskra neytenda höfðu upplifað slíkt vandamál en ekki gripið til aðgerða. Til samanburðar höfðu 15% Evrópubúa lent í vandræðum og 8% ekki gert neitt í því.

„Fullyrðingin um að íslenskir neytendur séu lélegir, stenst engan veginn,“ segja þau Breki og Auður í grein sinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka