Bílar út af á Hellisheiði

Færið er farið að þyngjast á Hellisheiðinni.
Færið er farið að þyngjast á Hellisheiðinni. Ljósmynd/Vegagerðin

Veður er farið að versna á Hellisheiði og nokkrir bílar hafa farið út af veginum. Þæfingur er yfir háheiðina og gengur á með éljum.

Farþegi á leið yfir heiðina sem mbl.is ræddi við sagði að svo virtist sem fjölmargir ökumenn hefðu lent í vandræðum og að um tugur bíla hefði lent utan vegar.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir séu beggja vegna heiðarinnar, en frá Þrengslavegamótum og niður Kambana sé krapi eða snjóþekja.

Fyrr í dag sagði veðurfræðingur við mbl.is að búast mætti við samgöngutruflunum á Suðurlandi vegna veðurs, meðal annars á Hellisheiði.

Frá vefmyndavél Vegagerðarinnar í Hveradölum.
Frá vefmyndavél Vegagerðarinnar í Hveradölum. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka