Brutust inn á Grand hótel og skemmdu gosbrunn

Atvikið átti sér stað á Grand hótel í Reykjavík.
Atvikið átti sér stað á Grand hótel í Reykjavík. mbl.is/Baldur

Um hálfsjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynningu um fjóra einstaklinga á fimmtánda aldursári sem frömdu eignaspjöll á Grand hóteli í Reykjavík.

Í samtali við mbl.is segir lögregla að unglingarnir hafi farið í leyfisleysi á efri hæðir hótelsins og einn síðan tekið upp á því að hoppa í gegnum gosbrunn sem er í móttökunni.

Athæfið olli töluverðum skemmdum á gosbrunninum þar sem strengir í honum slitnuðu.

Að sögn lögreglu voru foreldrar unglingsins látnir vita og verður atvikið tilkynnt barnavernd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka