Lítið hefur borið á jarðskjálftum á suðvesturhorninu síðustu daga en jarðskjálftahrinan sem hófst 27.september er þó enn í fullum gangi.
Einar Bessi Gestsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þó virknin hafi minnkað sé enn um það bil 100 til 200 skjálftar á dag sem mælast við suðvesturhorn Keilis.
„Skjálftahrinan er enn í gangi og ekkert útilokað að hún taki sig upp aftur.“
Síðasti skjálfti í hrynunni sem var yfir 3,0 að stærð mældist 13. október og stærsti skjálftinn í hrynunni varð 2.október og mældist 4,2 að stærð.
„Í upphafi hrinunnar þegar stærri skjálftarnir riðu yfir þá mældust yfir þúsund skjálftar á dag, þetta er töluvert minni virkni en í upphafi hrinunnar.“
Að sögn Eiríks er ekkert að frétta af gosinu, þar sé óbreytt staða og enginn virkni sem mælist á svæðinu.