Hellisheiði var lokað í austur vegna óhapps

Lögreglan stýrði umferð á vettvangi áður en ákveðið var að …
Lögreglan stýrði umferð á vettvangi áður en ákveðið var að umferð færi um Þrengslin.

Hellisheiði var lokað í austurátt vegna umferðaróhapps. Flutningabíll þveraði þar veginn yfir eina og hálfa akrein, en glerhált er nú á heiðinni og margir ökumenn hafa lent í vandræðum það sem af er degi.

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að allavega tugur bíla hefði endað utan vegar í hálkunni. Samkvæmt upplýsingum frá vegfaranda sem var á ferð um heiðina rétt í þessu var lögregla komin á vettvang þar sem flutningabíllinn var og stýrði þar umferð. Stuttu síðar var umferð svo beint um Þrengslin.

Flutningabíllinn þveraði yfir á báðar akreinar og stoppaði þannig umferð …
Flutningabíllinn þveraði yfir á báðar akreinar og stoppaði þannig umferð að miklu leyti.

Uppfært kl 13:26: Opnað hefur verið fyrir umferð á ný um heiðina eftir að flutningabíllinn var færður. Fyrirsögn hefur verið uppfærð samkvæmt því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka