Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka gönguleiðinni að gosstöðvunum eftir klukkan eitt í dag vegna veðurs. Spáð er vaxandi austanátt og ofankomu eftir hádegi, eða um 10-18 m/s. Bæta á í vind um kvöldið, en lægir svo aftur þegar líður á nóttina.
Lítið hefur verið að frétta af gosinu undanfarinn mánuð, en engin kvika hefur komið upp frá og með kvöldinu 18. september.
Eins og áður verður hægt að fylgjast með aðstæðum á gosstöðvunum í vefmyndavél mbl.is hér.