Réðst að konu vopnaður kylfu og piparúða

Sjö lögreglumenn voru sendir á vettvang.
Sjö lögreglumenn voru sendir á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem réðst á konu með kylfu og piparúða í Birkihvammi í Kópavogi.

Í samtali við mbl.is segir lögregla að mikil slagsmál hafi brotist út og maðurinn hafi lamið með kylfunni í hægri síðu konunnar.

Sjö lögreglumenn mættu á vettvang en grunaði reyndi að stinga lögreglu af á fæti. Hann komst hins vegar ekki langt og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt. Hann var látinn laus í morgun eftir yfirheyrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka