Lögreglu barst tilkynning frá þremur 16 ára drengjum um þrjúleytið í nótt vegna slagsmála við fjóra drengi á tvítugsaldri á planinu fyrir framan Hagkaup í Garðabæ, en greint var frá slagsmálunum fyrr í morgun.
Í samtali við mbl.is segir lögregla að slagsmálin hafi átt sér aðdraganda, en fyrr um kvöldið hafi hópurinn einnig átt í slagsmálum sem leiddi til þess að einn fór á slysadeild.
Lögreglan hefur ákveðnar vísbendingar um hverjir eldri drengirnir séu en málið er nú til rannsóknar.