Telja ekki ástæðu til rýmingar

Frá Seyðisfirði eftir að stórar aurskriður féllu þar í desembermánuði.
Frá Seyðisfirði eftir að stórar aurskriður féllu þar í desembermánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt í þessu lauk fundi lögreglunnar á Austurlandi með Veðurstofu Íslands, almannavörnum og Múlaþingi varðandi úrkomuspá á Austurlandi næstu daga. Ekki er talin ástæða til rýmingar en þó hefur verið gefin út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að úrkoma á næstu dögum gæti valdið því að einhver hluti hryggsins milli skriðuársins og Búðarár fari af stað. Ekki er gert ráð fyrir því að hann fari allur af stað í einu þar sem hann er sprunginn og gliðnaður.

Talið eru allar líkur á því að varnargarðar og safnþró leiði aurinn til sjávar án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó að allur hryggurinn fari í einu. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.

Hér má sjá tilkynninguna lögreglunnar í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka