35 smit – 13 utan sóttkvíar

Sjö eru nú á sjúkra­húsi með Covid-19, fjórum fleiri en …
Sjö eru nú á sjúkra­húsi með Covid-19, fjórum fleiri en í gær þegar þrír lágu inni. Enginn er á gjörgæslu. mbl.is/Árni Sæberg

35 greind­ust inn­an­lands í sýna­töku í gær, sam­kvæmt upp­færðum töl­um á covid.is Þar af voru 22 í sótt­kví við grein­ingu eða 62,86 pró­sent og 13 greind­ust utan sótt­kví­ar. 

Af smituðum sem greind­ust inn­an­lands síðastliðinn sól­ar­hring eru 16 full­bólu­sett­ir og 18 óbólu­sett­ir.

Alls eru nú 1.475 í sótt­kví, 360 í skimun­ar­sótt­kví og 520 í ein­angr­un. Í gær voru 1.499 í sótt­kví og 499 í ein­angr­un.

Sjö á sjúkrahúsi

Sjö eru nú á sjúkra­húsi með Covid-19, fjórum fleiri en í gær þegar þrír lágu inni. Enginn er á gjörgæslu.

Sex greind­ust með Covid-19 við landa­mæra­skimun og voru þeir allir fullbólusettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka