35 greindust innanlands í sýnatöku í gær, samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is Þar af voru 22 í sóttkví við greiningu eða 62,86 prósent og 13 greindust utan sóttkvíar.
Af smituðum sem greindust innanlands síðastliðinn sólarhring eru 16 fullbólusettir og 18 óbólusettir.
Alls eru nú 1.475 í sóttkví, 360 í skimunarsóttkví og 520 í einangrun. Í gær voru 1.499 í sóttkví og 499 í einangrun.
Sjö eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, fjórum fleiri en í gær þegar þrír lágu inni. Enginn er á gjörgæslu.
Sex greindust með Covid-19 við landamæraskimun og voru þeir allir fullbólusettir.