Bilun varð á farsímakerfi Símans

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bilun var í farsímakerfi Símans um eittleytið í dag sem hafði þau áhrif að einhver símtöl úr farsímakerfi Símans yfir í önnur kerfi virkuðu ekki. 

Samkvæmt Guðmundi Jóhannssyni, samskiptastjóra Símans, stóð truflunin yfir í um tuttugu mínútur og er nú yfirstaðin.

„Það var áðan í nokkrar mínútur truflanir í hluta farsímakerfisins, það hafði ekki áhrif á alla og bara í ákveðnum tilvikum en sú bilun á að vera yfirstaðin.“

„Nú bíð ég eftir svokallaðri atvikaskýrslu, þar sem að bilunin er greind. Þegar það kemur upp bilun þá er alltaf fyrsta mál að laga hana og svo fara yfir hvað gerðist nákvæmlega en það sem ég hef heyrt er að það hafi verið hugbúnaðarbilun í hluta af farsímakerfinu sem hafði þessi áhrif,“ segir Guðmundur.

Einhverjar kvartanir bárust þjónustuveri Símans á meðan að á biluninni stóð en flestar þeirra bárust í gegnum netspjall Símans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka