Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vík

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vík í Mýrdal í morgun.

Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsið er gamalt og einangrað með heyi, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

Engin slys urðu á fólki.

Nokkrar skemmdir urðu af völdum elds, vatns og reyks. Rannsókn á eldsupptökum stendur yfir en grunur beinist að rafbúnaði ljóss í húsinu.

Alls voru tíu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku, víðs vegar í umdæminu. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka