Félagslegt ójafnræði í framhaldsskólum

Framhaldsskólanemar.
Framhaldsskólanemar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á Menntakviku, árlegri ráðstefnu menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin var á föstudaginn, var meðal annars flutt erindið, „Félagslegt réttlæti og framhaldsskólinn á tímum Covid-19“.

Þar var fjallað um frumniðurstöður viðamikillar rannsóknar sem ber heitið „Framhaldsskólinn á tímum Covid-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun.

Guðrún Ragnarsdóttir, dósent á menntavísindasviði, er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar en sex aðrir vinna þó að rannsókninni ásamt Guðrúnu. Guðrún segir í samtali við Morgunblaðið að rannsóknin sé í raun stóra „Covid-19-úttektin“ hvað varðar áhrif faraldursins á framhaldsskólanna. „Við erum að byrja að vinna úr þessum gögnum núna en það eru margar vísbendingar í gögnunum sem benda til þess að félagslegt ójafnræði hafi aukist í framhaldsskólunum vegna faraldursins,“ segir Guðrún. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert