„Mér líður bara djöfullega, sko“

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og knattspyrnuáhugamaður, segir að sér líði hreinlega djöfullega þegar hann horfir um öxl og rifjar upp hvernig formaður KSÍ var hrakinn frá völdum og stjórn Knattspyrnusambandsins gerði þau mistök að segja af sér. Hann segist ekki kunna að meta þær baráttuaðferðir að úthrópa landsliðsmenn sem glæpamenn og hluta af nauðgunarmenningu. 

Þá finnst honum að íþróttahreyfingin og Knattspyrnusambandið hafi gert afskaplega lítið úr þjónustu þessara manna og árangri. Sigurður G. segir það dapurlegan þakklætisvott af hálfu KSÍ að taka þessa menn af lífi, einn af öðrum án þess að nokkrar sannanir liggi fyrir um þær ávirðingar sem fram hafa verið settar.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður fer yfir KSÍ-málið í heild sinni í Dagmálaþætti dagsins. Þátturinn er opinn öllum áskrifendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka