Milljón stundir á mánuði

Stefán Hjörleifsson hjá Storytel.
Stefán Hjörleifsson hjá Storytel.

„Hljóð- og rafbókamarkaðurinn hefur verið í stöðugum vexti síðastliðin ár hér heima sem og erlendis. Íslendingar elska hljóðbækur og það er einkar ánægjulegt að sjá hvernig íslenskir útgefendur hafa bætt verulega í útgáfu hljóðbóka, bæði nýjar bækur og eldri titla,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.

Mikill vöxtur hefur verið í útgáfu hljóðbóka hér á landi og Stefán segir það til marks um gróskuna í þessum geira að nú komi að jafnaði 1-2 nýjar hljóðbækur á dag á Íslandi. Forlagið, sem um árabil hefur verið stærsti bókaútgefandi landsins, sendir í ár í fyrsta skipti frá sér fleiri hljóðbækur heldur en prentaðar bækur. Þar á meðal eru ýmsar perlur íslenskra bókmennta.

Stefán segir að jafnan hlusti eða lesi um 40% notenda Storytel á Íslandi á bækur á hverjum degi og um 70% að jafnaði í hverri viku. „Notkunin á Íslandi telur yfir milljón klukkustundir á mánuði.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert