Stal vörum fyrir 21 þúsund

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 108 um hálfellefuleytið í gærkvöldi. Þar hafði kona stolið vörum fyrir um 21 þúsund krónur.

Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á  höfuðborgarsvæðinu.

Um níuleytið var tilkynnt um ofurölvi mann í sama hverfi. Hann var handtekinn sökum ástands og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar þar sem ekki náðist að finna heimilisfang hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka