Umsóknarfrestur um embætti forstjóra framlengdur

Umsóknarfrestur fyrir embætti forstjóra hefur verið framlengdur.
Umsóknarfrestur fyrir embætti forstjóra hefur verið framlengdur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítalans hefur verið framlengdur um eina og hálfa viku, eða til 8. nóvember. Upphaflega var umsóknarfrestur tvær vikur sem er lögbundinn lágmarksfrestur, en heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma. Greint er frá þessu í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þá segir jafnframt frá því að ráðherra hafi lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, eða til 1. mars. Upphaflegur skipunartími hennar var til áramóta.

Eftir að embættið var auglýst komu fram gagnrýnisraddir um skamman umsóknarfrest, meðal annars frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Friðjóns Friðjónssyni, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert