Ungur maður var stunginn við Breiðholtslaug fyrr í dag. Mikill viðbúnaður var við laugina eftir árásina og komu nokkrir sjúkrabílar á vettvang. Þetta staðfesta sjónarvottur og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
„Já það var þarna hrnífstunguárás og búið er að handtaka gerandann,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.
Hún segist ekki vita hvort um sé að ræða einstakling undir lögaldri og sagðist ekki heldur vita hvort áverkarnir væru alvarlegir. Málið væri komið inn á borð miðlægrar rannsóknardeildar.
Samkvæmt sjónarvotti sem ræddi við mbl.is var ungi maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur af vettvangi.
Fréttin hefur verið uppfærð.