Vara við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði

Kræklingur.
Kræklingur. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum.

DSP-þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða þau hjá á nokkrum dögum, að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi 22. september við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði.

Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP-þörungaeitur var 1150 mg/kg í kræklingnum og er það yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 mg/kg.

Eru neytendur sterklega varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka