Varað við snörpum hviðum í Öræfum

Varað er við snörpum hviðum.
Varað er við snörpum hviðum. Kort/Vegagerðin

Vegagerðin varar við snörpum hviðum í Öræfum en búist er við allt að 35 til 45 metrum á sekúndum þvert á veg frá klukkan 22 í kvöld og fram til hádegis á morgun.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vindaspár hafi versnað síðdegis suðaustanlands.

Þá má einnig búast við snörpum hviðum á Snæfellsnesi, einkum í Búlandshöfða, með norðaustanátt frá klukkan sex í nótt fram á hádegi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka