Beint: Eru Íslendingar lélegir neytendur?

mbl.is/Arnþór

Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um samkeppnis- og neytendamál þriðjudaginn 19. október kl. 8:30 – 10:00 á Grand Hóteli. Hægt er að fylgjst með í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Fundurinn ber yfirskriftina: „Eru Íslendingar lélegir neytendur?“




Á fundinum verður fjallað um hlutverk, stöðu og umhverfi þeirra opinberu stofnanna og félagasamtaka sem fara með samkeppnis- og neytendamál hér á land og áherslur stjórnvalda í málaflokknum. Einnig verður fjallað um fyrirkomulag þessara mála í nágrannalöndunum.

Dagskrá:
08:30 - 08:40: Samkeppni, fjórða iðnbyltingin og vinnumarkaðurinn
Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ

08:40 - 08:55: Neytendavernd á Norðurlöndunum
Daði Ólafsson, sérfræðingur hjá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu

08:55 - 09:10: Af hverju samkeppniseftirlit?
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

09:10 - 09:25: Sókn í stað samþjöppunar
Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

09:30 - 10:00: Pallborðsumræður

Í pallborði:
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka