Ekki hægt að útiloka möguleika á gosi

Sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru nýlega í tvo leiðangra í Öskju …
Sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru nýlega í tvo leiðangra í Öskju til að koma upp ýmsum mælitækjum og myndavélum. Ljósmynd/Benedikt Gunnar Ófeigsson

Veðurstofa Íslands fylgist grannt með þróun mála í Öskju. Landris hefur haldið áfram og ekki er hægt að útiloka möguleika á eldgosi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

Landrisið frá byrjun ágúst nemur nú 15 sentimetrum við eldstöðina Öskju en fyrir mánuði síðan hafði land risið um sjö sentimetra. „Landrisið er tiltöluleg stöðugt en líklega er að hægja á því. Það er þó meiri óvissa á gögnunum á veturna,“segir Benedikt.

Spurður hvort aukið landris geti bent til mögulegs eldgoss á næstunni segir Benedikt að ekki sé hægt að útiloka eldgos. Of snemmt sé þó að segja til um hvenær það gæti orðið ef til þess kæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert