Fær 230 þúsund króna sekt vegna hraðaksturs

Ökumaður var stöðvaður á 159 kílómetra hraða af lögreglunni á Suðurnesjum þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Hans bíður 230 þúsund króna sekt, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Í fyrrakvöld var ökumaður stöðvaður og reyndist hann vera aðeins sextán ára og því réttindalaus. Rætt var við piltinn og honum gerð grein fyrir alvarleika málsins. Einnig var rætt við forráðamann hans.

Fáeinir voru teknir úr umferð vegna vímuefnaaksturs og höfðu tveir þeirra verið sviptir ökuréttindum áður.

Lögreglumenn fundu kannabisefni og lyf við leit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Aðili sem var þar staddur játaði eign sína á hvoru tveggja og var tekin af honum vettvangsskýrsla. Hann afsalaði sér efnunum til eyðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka