Lenda þurfti flugvél frá Polish Airlines á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Vélin var á leið frá Chicago til Póllands þegar veikindin komu upp.
Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Bílvelta varð á Reykjanesbraut. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum. Ökumaðurinn og farþegi sluppu án verulegra meiðsla.
Þá var ekið á vegrið á Reykjanesbraut og var bifreiðin óökufær eftir. Ekki urðu slys á fólki.