Um áramótin voru búsettir hér á landi 57.126 innflytjendur samkvæmt Hagstofu Íslands. Samsvarar það 15,5% mannfjölda hér á landi.
Innflytjendum hefur fjölgað hér á landi jafn og þétt og voru árið 2012 átta prósent þeirra sem hér bjuggu. Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgar sömuleiðis og eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð nú samanlagt 17,1 prósent mannfjöldans á Íslandi.
Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar er innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innflytjendur af annarri kynslóð eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur.