Rannsaka hóp karlmanna vegna barnaníðsefnis

Fjallað er um stafræna áreitni í Kveik í kvöld.
Fjallað er um stafræna áreitni í Kveik í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stór hópur íslenskra karlmanna er til rannsóknar hjá lögreglu vegna mikils magns af barnaníðsefni. Þetta kemur fram í máli Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur, í fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv, um stafræna áreitni, sem sýndur verður í kvöld. 

Í þættinum er meðal annars rætt við tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri sem hafa selt af sér myndir og nærbuxur til íslenskra karlmanna. Þær segja frá því hvernig til fyrstu sölunnar kom og hvernig eftirspurnin jókst jafn og þétt og þær krafðar um meira efni með tímanum. 

Fram kemur í frásögn stúlknanna að fyrir eina mynd var greitt frá 3-5 þúsund krónur en allt að 13 þúsund krónur fyrir nærbuxur. Upp komst um greiðslur til annarrar stúlknanna í gegnum greiðslumiðlunarforritið Aur og greip móðir hennar inn í í kjölfarið. 

Báðar stúlkurnar hafa látið af sendingunum. Þær sjá eftir því að hafa sent af sér myndir og verið í samskiptum við menn sem kaupa þær og vara við mögulegum afleiðingum þess. 

„Þetta gæti alltaf farið lengra ef þeir eru þannig,“ er haft eftir annarri stúlkunni. „Þeir spyrja kannski hvar maður býr. Þetta gæti alltaf... af því þessir menn, það er eitthvað að þeim,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka