Vegna mikils hvassviðris á Kjalarnesi hefur Strætó bs. fellt niður allar ferðir á milli Reykjavíkur og Akraness í dag og gerir ráð fyrir að allar ferðir í kvöld verði einnig felldar niður.
Leið 57 á milli Reykjavíkur og Akureyrar raskast vegna þessa töluvert en samkvæmt tilkynningu frá Strætó mun ferðin sem lagði af stað kl. 16.20 frá Akureyri líklegast ekki komast lengra en á Akranes.
Þá mun ferðin sem átti að fara af stað klukkan 17 frá Reykjavík til Akureyrar hefja akstur frá Akranesi kl. 17.34.