Vilja selja 24 fasteignir kirkjunnar

Aukakirkjuþing ræddi í sumar um stefnumótun kirkjunnar.
Aukakirkjuþing ræddi í sumar um stefnumótun kirkjunnar. Ljósmynd/HSH

Starfshópur á vegum kirkjuþings leggur til að átta jarðir og 16 aðrar fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar verði seldar. Tillagan er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu kirkjunnar. Halli á rekstri nam 654 milljónum króna á síðasta ári.

Kirkjuþing kemur saman dagana 23. til 27. október næstkomandi og tekur þá afstöðu til tillögunnar.

Jarðirnar sem lagt er til að verði seldar eru: Árnes 1, Desjarmýri, Kolfreyjustaður, Miklibær, Skeggjastaðir, Syðra-Laugaland og Brúnir (úr Syðra-Laugalandi) og Voli. Fasteignirnar sem hópurinn vill selja eru: Bergstaðastræti 75 í Reykjavík, Dalbraut 2 á Dalvík, Eyrarvegur 26 á Grundarfirði, Hamrahlíð 12 á Vopnafirði, Hjarðarhagi 30 í Reykjavík, Hlíðarvegur 42 á Ólafsfirði, Hólagata 42 í Vestmannaeyjum, Hvammstangabraut 21 á Hvammstanga, Hvanneyrarbraut 45 á Siglufirði, Kópnesbraut 17 á Hólmavík, Króksholt 1 á Fáskrúðsfirði, Lágholt 9 í Stykkishólmi, Lindarholt 8 í Ólafsvík, Miðtún 12 á Ísafirði, Smáragata 6 í Vestmannaeyjum og Völusteinsstræti 16 í Bolungarvík.

Ekki kemur fram hvert bókfært verð þessara fasteigna er. Á Bergstaðastræti 75 er embættisbústaður biskups Íslands og þar býr nú Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka