40 börn í Háteigsskóla í einangrun eða sóttkví

Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut. mbl.is/Oddur

Um fjörutíu börn í Háteigsskóla hafa verið send í einangrun og sóttkví eftir að smit greindust á meðal óbólusettra nemenda.

Nemendurnir eru í fjórða, fimmta og sjötta bekk og þarf fimmti bekkur líklega að vera í sóttkví fram yfir vetrarfrí, að því er Fréttablaðið greinir frá. 

Að sögn skólastjórans Arndísar Steinþórsdóttur greindist smit í skólanum eftir að foreldrar byrjuðu að greinast með kórónuveiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka