Átta liggja inni með Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Átta sjúklingar liggja á Landspítalanum vegna Covid-19, allir fullorðnir. Meðalaldur þeirra er 56 ár. Enginn er á gjörgæslu.

Tæplega 600 sjúklingar, þar af 193 börn, eru á Covid-göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 54 fullorðnir og 16 börn, að sögn Landspítalans. 

Frá upphafi fjórðu bylgju, sem hófst 30. júní síðastliðinn, hafa 129 verið lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert