Bjóða á kynningarfund um hverfisskipulag á morgun

Nýtt hverfisskipulag hefur valdið miklum usla í Facebook-hóp íbúa í …
Nýtt hverfisskipulag hefur valdið miklum usla í Facebook-hóp íbúa í Bústaðahverfi. Ljósmynd/ Reykjavíkurborg

Hverfisskipulag Reykjavíkurborgar hefur boðað til kynningarfundar um hverfisskipulag Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn fer fram í Réttarholtsskóla klukkan 19.30 á morgun, fimmtudaginn 21. október.

Klukkan 17.30 á morgun er boðað til hverfagöngu um Bústaði og Fossvog þar sem starfsmenn borgarinnar og skipulagsráðgjafar segja frá hugmyndum um uppbyggingu í hverfinu og svara spurningum.

Á fundinum mun íbúum og hagsmunaðilum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka