Einn miðahafi hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Víkingalottói í kvöld. Fékk viðkomandi þriðja vinning á miðann sinn og fær þar með í sinn hlut rúmar 1,8 milljónir króna.
Miðinn var seldur í Jolla í Helluhrauni í Hafnarfirði.
Fyrsti vinningur, sem hljóðaði upp á tæpan 1,1 milljarð króna, gekk ekki út.
Fimm voru með fjórar réttar tölur í jókernum. Þar af voru þrír miðar keyptir í áskrift, einn í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og einn í Krambúðinni á Húsavík.