Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Á fundinum var rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf. Stefnt er að því að forsætisráðherra skýri forseta á ný frá gangi mála við upphaf næstu viku. Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins.